Tchenguiz sakar Jóhannes um blekkingar

Robert Tchenguiz var eitt sinn meðal þeirra rík­ustu í Bretlandi.
Robert Tchenguiz var eitt sinn meðal þeirra rík­ustu í Bretlandi. Skjáskot af BBC

Breski fjárfestirinn Robert Tchenguiz hefur sakað lögmanninn Jóhannes Rúnar Jóhannsson um samsæri gegn sér. Jóhannes, sem starfaði fyrir slitastjórn Kaupþings, á að hafa, ásamt bresku endurskoðunarskrifstofunni Grant Thornton, blekkt bresku efnahagsbrotalögregluna, Serious Fraud Office (SFO), til að hefja árið 2011 rannsókn á viðskiptum hans og Vincent bróður hans við Kaupþing. Til þessa á Jóhannes að hafa nýtt embætti Sérstaks saksóknara. City A.M. greinir frá.

Mál Tchenguiz á hendur Grant Thornton í Bretlandi, tveimur starfsmönnum stofunnar og Jóhannesi var tekið fyrir í dómssal í London í dag. Þar greindi Stephen Rubin, lögmaður Tchenguiz, frá áskökunum á hendur Jóhannesi.

Robert Tchenguiz hefur ásamt bróður sínum Vincent Tchenguiz verið áber­andi í fjár­mála­hverfi London og fjár­festu þeir meðal ann­ars í fast­eign­um. Þá voru þeir eitt sinn þekkt samkvæmisljón. Vincent Tchenguiz höfðaði einnig mál gegn Grant Thornton árið 2014. Því máli var vísað frá og samið var um málalok fyrir ári síðan.

Bræðurnir hafa háð harða bar­áttu gegn hinum ýmsu stofn­un­um allt frá því að þeir voru hand­teknir af efna­hags­brota­deild bresku lög­regl­unn­ar árið 2011. Rannsóknin var síðar felld niður og fengu bræðurnir greiddar háar bætur.

Lögfræðingur Roberts Tchenguiz hélt því fram fyrir dómi í dag að Jóhannes og Grant Thornton hafi staðið á bakvið rannsóknina á sínum tíma og eiga þeir að hafa matað embætti Sérstaks saksóknara á fölskum ávirðingum sem fóru þaðan til SFO. Forsvarsmenn Grant Thornton hafi í kjölfarið átt sautján fundi með SFO ásamt því að veita embættinu frekari upplýsingar sem SFO gleypti við.

Tilgangurinn með þessu öllu saman hafi verið að koma félagi í eigu Roberts Tchenguiz, R20, í þrot og tryggja að Kaupþing, sem var skjólstæðingur Grant Thornton, fengi sem mest út úr ferlinu þar sem Robert Tchenguiz skuldaði bankanum milljarð punda eftir efnahagshrunið.

Talsmaður Grant Thornton segir að ásakanirnar séu tilbúningur og engar sannanir séu til staðar. Lögmaður Jóhannesar segir ásakanirnar vanhugsaðar og tilhæfulausar.

Jóhannes Rúnar Jóhannsson, lögmaður, hefur meðal annars starfað fyrir slitastjórn …
Jóhannes Rúnar Jóhannsson, lögmaður, hefur meðal annars starfað fyrir slitastjórn Kaupþings. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK