Mesta verðbólga síðan árið 2013

Verðbólgan hefur ekki verið jafn mikil síðan í desember árið …
Verðbólgan hefur ekki verið jafn mikil síðan í desember árið 2013. mbl.is/Eggert

Vísitala neysluverðs í desember hækkaði um 0,74% frá fyrri mánuði og er nú 463,9 stig. Vísitala án húsnæðis hækkar um 0,94% frá fyrri mánuði og er nú 397,2 stig. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,7% og hefur ekki verið hærri síðan í desember árið 2013 þegar hún mældist 4,2%. Þetta má sjá á nýbirtum tölum Hagstofunnar.

Matur og drykkjarvörur hækkuðu um 1% í desember sem hefur áhrif á vísitöluna um 0,11%. Verð hækkar verð á nýjum bílum um 1,7% sem hefur áhrif upp á 0,15% á vísitöluna. Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 25,1% sem hefur 0,27% áhrif á vísitöluna og verð á bensíni og olíum lækkaði um 3,2% sem hefur -0,11% áhrif á vísitöluna.

Meðalvísitala neysluverðs árið 2018 454,8 stig, 2,7% hærri en meðalvísitala ársins 2017. Samsvarandi breyting var 1,8% árið 2017 og 1,7% 2016.

Meðalvísitala neysluverðs án húsnæðis árið 2018 var 389,9 stig, 0,85% hærri en meðalvísitala ársins 2017. Samsvarandi breyting var -2,2% árið 2017 og -0,1% 2016.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK