FME vill vera í takti við tímann með auglýsingu

Fjármálaeftirlitið.
Fjármálaeftirlitið. Ómar Óskarsson

Fjármálaeftirlitið, FME, auglýsti í gær á vef sínum í fyrsta skipti eftir utanaðkomandi sérfræðingum til að sinna afmörkuðum og sértækum verkefnum innan stofnunarinnar. Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME segir í samtali við ViðskiptaMoggann að heimild til þessa hafi verið í lögum lengi, og áður en FME varð sú stofnun sem hún er í dag.

„Það má segja að við séum að auglýsa núna til að vera í takti við tímann og flagga því að fólk geti komist á lista hjá okkur. Það hefur færst í vöxt í atvinnulífinu að auglýst sé eftir fólki til stjórnarstarfa, og þessi hugmynd er af sama meiði. En auðvitað þurfum við að fara vel yfir hvort fólk sé með viðeigandi þekkingu og reynslu, og að allir sem vinna fyrir okkur séu óháðir þeim aðila sem eftirlit er haft með.“

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK