Sameining hefur alvarlegar afleiðingar

AFP

Fyrirhugaður samruni tvegga risa á breskum matvörumarkaði, Sainsbury og Asda (sem er í eigu Walmart), vekur upp alvarlegar áhyggjur af áhrifum á samkeppni á matvörumarkaði. Þetta kemur fram í skýrslu breskra samkeppnisyfirvalda, Competition and Markets Authority (CMA).

Í skýrslunni er farið ítarlega ofan í fyrirhugaðan samruna en Sainsbury myndi eiga meirihlutann í sameiginlegu fyrirtæki. Stefnt er að því að rekja keðjurnar áfram undir eigin nöfnum. 

CMA segir að samruninn geti leitt til verri stöðu neytenda með hærra verðlagi og færri valkostum. Forstjóri Sainsbury, Mike Coupe, er afar ósáttur við niðurstöður skýrslunnar og segir í samtali við BBC að það sé margt athugavert við hana. 

Með sameiningunni verður til rekstur sem mun taka til sín eitt af hverjum þremur pundum sem breskir neytendur eyða í matvöru. Markaðshlutdeildin yrði 31,4% og búðirnar 2.800 talsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK