Veitingastaðir hættir að hafa opið í hádeginu

Grillmarkaðurinn.
Grillmarkaðurinn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Veitingastaðir í miðborginni leita nú leiða til að lækka hjá sér kostnað. Hádegismarkaðurinn líður fyrir of lítinn mun á milli skyndibita og „fínni“ matar.

Grimm samkeppni ríkir á hádegisverðarmarkaði á veitingahúsum í miðborg Reykjavíkur, og nú hefur einn vinsælasti veitingastaður landsins, Grillmarkaðurinn í Lækjargötu, ákveðið að loka í hádeginu.

„Þann 1. mars nk. verður síðasti dagurinn sem við höfum opið í hádeginu. Við lokuðum Fiskmarkaðnum í hádeginu fyrir tveimur árum og það hefur gengið vel,“ segir Hrefna Rósa Sætran, eigandi Grillmarkaðarins, Fiskmarkaðarins og Skelfiskmarkaðarins, í samtali við Morgunblaðið.

Ástæðan fyrir lokuninni er að sögn Hrefnu að hádegin standa ekki undir kostnaði, þrátt fyrir góða aðsókn. Hún segir einnig að mikið sé um svokölluð „tveir fyrir einn“ hádegistilboð hjá veitingahúsum sem margir nýti sér. Þá bætir hún við að inn í ákvörðunina spili bæði hráefniskostnaður og launakostnaður. „Líklega eiga þeir sem eru með ódýrara hráefni erindi á hádegismarkaðnum.“

Lesa má fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK