Minni útlánageta bankanna

Hrein ný útlán bankakerfisins til atvinnufyrirtækja námu 5,4 milljörðum í …
Hrein ný útlán bankakerfisins til atvinnufyrirtækja námu 5,4 milljörðum í janúar mbl.is

Hrein ný útlán viðskiptabankanna til atvinnufyrirtækja námu 5,4 milljörðum í janúar og hafa þau ekki reynst minni í einum mánuði frá því í ágúst 2016. Með hreinum nýjum útlánum er átt við útlán umfram uppgreiðslur lána.

Sé litið til meðaltalsfjárhæðar útlána síðasta árið virðist sem mjög hafi hægst á útlánum í kerfinu til fyrirtækja. Að meðaltali voru hrein ný útlán bankanna til fyrirtækja um 17,4 milljarðar í mánuði 2018. Talsverður samdráttur varð þó í desember þegar útlánin námu aðeins 6,2 milljörðum króna.

Í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag segir Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins þessar tölur tala sínu máli og að útlánageta bankanna fari minnkandi.

„Útlánageta bankanna er einfaldlega að dragast saman. Þetta er auðvitað áhyggjuefni, einkum nú þegar allir hagvísar eru á hraðri niðurleið, kólnun framundan í hagkerfinu. Krónuskortur í bankakerfinu er aðeins til þess fallinn að kæla hagkerfið enn hraðar og meira en ástæða er til.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK