Haukur hættir hjá LSR eftir 37 ár í starfi

Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR.
Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR. mbl.is/Eggert

Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR – Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, ætlar að láta af störfum snemma í sumar. Þetta tilkynnti hann starfsfólki á fundi í morgun, en greint er frá starfslokum hans á vefsíðu sjóðsins.

Haukur hefur starfað að lífeyrismálum ríkisstarfsmanna allan starfsferil sinn eða frá því hann útskrifaðist úr lögfræði í Háskóla Íslands 1982. Hann réð sig fyrst til starfa hjá Tryggingastofnun ríkisins sem annaðist þá rekstur nokkurra lífeyrissjóða, þar á meðal sjóðs ríkisstarfsmanna. Frá árinu 1985 hefur Haukur verið forsvarsmaður LSR og hefur gegnt því starfi í 34 ár samfleytt þegar hann hverfur af þeim vettvangi í sumar.

„Ég verð 65 ára á hausti komanda og tel einfaldlega að nú sé réttur tími til breytinga. Í sjálfu sér hefði ég vel getað starfað hér lengur en gerði það upp við mig á síðastliðnu ári að ég myndi hætta sumarið 2019,“ er haft eftir Hauki á vef sjóðsins.

Stjórn LSR mun síðar í marsmánuði auglýsa starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK