Jeff Bezos sá ríkasti í heimi

Jeff Bezos er auðugasti maður heimsins.
Jeff Bezos er auðugasti maður heimsins. AFP

Stofnandi Amazon, Jeff Bezos, er áfram á toppi lista Forbes yfir auðugasta fólk heims en næstir á eftir honum koma þeir Bill Gates og Warren Buffett. Til þess að finna konu á listanum þarf að fara að sæti 15. Françoise Bettencourt Meyers er ríkasta kona heims en eignir hennar eru metnar á 49,3 milljarða Bandaríkjadala. Bettencourt-fjölskyldan er aðaleigandi franska snyrtivörufyrirtækisins L'Oreal. 

Françoise Bettencourt.
Françoise Bettencourt. AFP

Á sama tíma og þremenningarnir tróna sem fastast á toppnum hefur heldur hallað undan fæti hjá stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg, en hann lækkar um þrjú sæti. Aftur á móti fer fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, upp um tvö.

Samkvæmt nýrri úttekt Forbes hafa eignir Bezos aukist um 19 milljarða Bandaríkjadala undanfarið ár og nema nú 131 milljarði dala.

Eignir Gates hafa einnig aukist á milli ára, fara úr 90 milljónum Bandaríkjadala í 96,5 milljarða dala. Eignir Buffetts eru metnar á 82,5 milljarða dala. 

Líkt og áður eru Bandaríkjamenn áberandi á listanum en þeir skipa 14 af 20 efstu sætunum. Aðeins tvær konur ná inn á listann því auk Bettencourt er Alice Walton á listanum. Hún er eina dóttir Sam Walton, stofnanda Walmart, og eru eignir hennar metnar á 44,4 milljarða dala sem skilar henni sæti 17 á listanum. 

Hér er hægt að lesa allt um auðugasta fólk heimsins

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK