Bergþóra og Karl ráðin til Íslandsstofu

Bergþóra Hall­dórs­dótt­ir er for­stöðumaður viðskiptaþró­un­ar hjá Íslands­stofu.
Bergþóra Hall­dórs­dótt­ir er for­stöðumaður viðskiptaþró­un­ar hjá Íslands­stofu. Ljósmynd/Aðsend

Íslandsstofa hefur ráðið til starfa tvo nýja forstöðumenn sem taka við nýjum sviðum í kjölfar skipulagsbreytinga. Bergþóra Halldórsdóttir stýrir nú nýju sviði viðskiptaþróunar, sem þróa mun þjónustu Íslandsstofu við allar atvinnugreinar og fyrirtæki. Karl Guðmundsson stýrir svo sviði útflutnings, sem hefur það hlutverk að auka spurn eftir íslenskum vörum og þjónustu hjá öllum útflutningsgreinum.

Bergþóra kemur til Íslandsstofu frá Samtökum atvinnulífsins (SA) þar sem hún hefur undanfarin ár sinnt alþjóðasamstarfi fyrir hönd SA og umbótum á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja. Hún hefur áður starfað með Íslandsstofu í vörumerkjadeilunni við smásölukeðjuna Iceland. Áður starfaði Bergþóra m.a. hjá Samkeppniseftirlitinu og embætti sérstaks saksóknara.

Hún er með meistaragráðu í alþjóðalögfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Karl Guðmundsson er forstöðumaður útflutningssviðs hjá Íslandsstofu.
Karl Guðmundsson er forstöðumaður útflutningssviðs hjá Íslandsstofu. Ljósmynd/Aðsend

Karl kemur til Íslandsstofu frá lyfjafyrirtækinu Florealis þar sem hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs. Karl býr að víðtækri reynslu í sölu- og markaðsmálum, vörustjórnun og við uppbyggingu vörumerkja, hérlendis og erlendis. Hann starfaði m.a. í Bandaríkjunum sem stjórnandi hjá Össuri, Biomet og Ekso Bionics.

Karl er með MBA-gráðu frá Rady School of Management, UCSD.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK