Hætta að fjárfesta í olíu

Siv Jensen, leiðtogi norska Framfaraflokksins.
Siv Jensen, leiðtogi norska Framfaraflokksins. Ljósmynd/Magnus Fröderberg / Norden.org

Norsk stjórnvöld munu í dag tilkynna um að norski olíusjóðurinn, heimsins stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu,  muni hætta fjárfestingum í olíu og jarðgasi. Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs og leiðtogi Framfaraflokksins, mun greina frá þessu á blaðamannafundi sem hefst klukkan 12:15 (klukkan 11:15 að íslenskum tíma) í dag. 

Ákvörðunin byggir eingöngu á fjárhagslegum hagsmunum ekki umhverfissjónarmiðum en áhrifin verða gríðarleg enda er virði sjóðsins yfir ein milljón milljóna Bandaríkjadala (billjóna).

Seðlabanki Noregs hefur lagt til að sjóðurinn dragi úr fjárfestingum í olíu- og gasfyrirtækjum og þar með dragi úr afskiptum ríkissjóðs á viðkvæmum olíumarkaði. Aðstoðarseðlabankastjóri Noregs, Egil Matsen, sagði þegar bankinn kynnti álit sitt árið 2017 að þetta endurspeglaði ekki skoðun bankans á framtíð fjárfestinga í olíu- og gasiðnaði. 

Um helmingur útflutnings Noregs kemur frá olíu- og gasauðlindum landsins og um 20% tekna ríkissjóðs.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK