Lyfja flytur í Hafnarstræti

Alfreð Ómar Ísaksson lyfsali.
Alfreð Ómar Ísaksson lyfsali. Ljósmynd/Aðsend

Lyfja á Laugavegi og Lyfja í Hafnarstræti sameinast á einum stað 1. júní næstkomandi í stærra og nútímalegra húsnæði að Hafnarstræti 19. Markmið sameiningar er að starfrækja öflugt apótek í miðborginni, sem býður lágt lyfjaverð og faglega þjónustu.

Afgreiðslutíminn í Hafnarstræti verður aukinn í kjölfar sameiningarinnar, opið verður alla virka daga frá kl. 9-18 og á laugardögum frá kl. 11-16. Lyfsali Lyfju í Hafnarstræti verður Alfreð Ómar Ísaksson. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Allir starfsmenn Lyfju á Laugavegi munu starfa áfram hjá fyrirtækinu, ýmist á nýjum stað í Hafnarstræti eða í einu af 45 apótekum og útibúum Lyfju um allt land.

„Þegar það lá fyrir að ekki næðust samningar um áframhaldandi rekstur á Laugavegi þá tókum við ákvörðun um að styrkja stöðu okkar í miðborginni með því að sameinast apótekinu í Hafnarstræti, sem var opnað í janúar 2018. Þannig getum við boðið áfram upp á lágt lyfjaverð og góða þjónustu. Við kveðjum Laugaveginn með söknuði en hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum á nýjum stað“ segir Alfreð Ómar Ísaksson, lyfsali Lyfju á Laugavegi, í tilkynningu. 

Lyfja flytur í Hafnarstræti.
Lyfja flytur í Hafnarstræti. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK