Framtíðarheimili besti básinn

Snjallljósaperur voru meðal þess sem kynnt var á básnum Framtíðarheimili …
Snjallljósaperur voru meðal þess sem kynnt var á básnum Framtíðarheimili á sýningunni Lifandi heimili sem fram fór í Laugardalshöll um helgina. Básinn var á vegum Origo. Ljósmynd/Aðsend

Framtíðarheimili Origo var valinn besti básinn á heimilissýningunni Lifandi heimili sem fór fram í Laugardalshöll um helgina. Valið var í höndum skipuleggjenda sýningarinnar.

Á framtíðarheimilinu voru kynntar til sögunnar snjallljósaperur, raddstýring á heimilistækjum, Google búnaður, 4K sjónvarp frá Sony, svefntappar frá Bose og aðrar græjur fyrir heimilið sem slegið hafa í gegn víðs vegar um heim.

„Það eru gríðarlega miklar breytingar í farvatninu þegar kemur að nýrri tækni inni á heimilum landsmanna. Snjallvæðingin er farin á flug og við munum sjá stórstígar breytingar í þá átt á þessu ári og á komandi árum,“ er haft eftir Gísla Þorsteinssyni, markaðsstjóra Origo, í tilkynningu.

Þá segir hann raddstýringu í búnaði hafi vaxið ásmegin og að ýmis konar búnaður sé nú þegar með raddstýringu.

„Bose hefur einnig haslað sér völl inn á svokallaðan heilsumarkað og hefur þróað svefntappa sem var meðal annars valin uppfinning ársins hjá Time Magazine á síðasta ári. Tapparnir búa yfir slökunarhljóðum og vekjara. Ég held að græjuáhugafólk geti svo sannarlega hlakkað til næstu ára því við erum rétt að byrja á þessari vegferð," segir Gísli.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK