Hagræðingin skilaði aukinni arðsemi

Securitas hefur ákveðið að einbeita sér að kjarnastarfsemi.
Securitas hefur ákveðið að einbeita sér að kjarnastarfsemi. Ljósmynd/Securitas

Securitas telur að hagræðing í rekstri og aukin áhersla á kjarnarekstur hafi skilað betri afkomu fyrirtækisins. Þá hefur framkvæmdastjórum verið fækkað úr níu í sex auk þess sem töluverð fækkun hefur orðið í hópi millistjórnenda eða um 35%.

Einnig seldi fyrirtækið lúxusbílaþjónustu sína, Servio, eins og ViðskiptaMogginn greindi frá á sínum tíma, en Securitas telur Servio ekki hafa passað nægilega vel inn í þá þjónustu sem fyrirtækið annars veitir.

Í fyrra hagnaðist fyrirtækið um 217 milljónir króna, en hagnaður ársins 2017 var 127 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var um 700 milljónir króna árið 2018 og 600 milljónir árið á undan.

Eignir félagsins námu þremur milljörðum króna um áramótin, eigið fé 718 milljónum og skuldir 2,3 milljörðum króna. Þá jukust rekstrartekjur um 6,7% milli ára og voru 6,3 milljarðar króna í fyrra á móti 5,9 milljörðum árið áður.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK