Álagningarseðlar komnir

Ríkisskattstjóri hefur gefið út álagningarskrár.
Ríkisskattstjóri hefur gefið út álagningarskrár. mbl.is/Golli

Niðurstöður skattaálagningar ríkisskattstjóra getur fólk nú nálgast á skattur.is. Þar er hægt að sjá hvort maður skuldar skatt og þá hvernig hann verður greiddur. Þetta er gert aðgengilegt nú í dag. 

Á árum áður var þetta gert í ágúst, 2016 og 2017 í lok júní en í ár og á síðasta ári í lok maí. 

Heildarupphæð skuldar við ríkisskattstjóra má sjá á vefnum svo og hvernig það dreifist niður á mánuðina sem eftir eru af árinu. 

Þegar könnuð er sundurliðun álagninganna má sjá að þeir sem greiða útvarpsgjald á sumrin greiða um 5.833 krónur júní, júlí og ágúst til Ríkisútvarpsins.

Með þessu eru staðfestir bráðabirgðaútreikningarnir á stöðu fólks gagnvart skattinum, sem eru gefnir fólki þegar það skilar inn skattskýrslu. Bráðabirgðaútreikningana má ekki kæra en álagningar má kæra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK