Farþegafjöldi Icelandair jókst um 14%

mbl.is/Eggert

Farþega­fjöldi Icelanda­ir í maí var 419 þúsund og jókst um 14% miðað við sama mánuð í fyrra, en fram­boð var aukið um 7%. Sæta­nýt­ing var 82,5% sam­an­borið við 77,7% í maí á síðasta ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group.

Farþegum Air Ice­land Conn­ect í maímánuði fækkaði um 8% á milli ára, en þeir voru 25 þúsund. Skýrist það aðallega af flugi til Aber­deen og Belfast sem var lagt niður í maí á síðasta ári. Sæta­nýt­ing nam 69,2% og jókst um 7,2% á milli ára.

Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 12% milli ára vegna færri verkefna en á sama tíma fyrir ári og viðhalds flugvéla. Fraktflutningar jukust um 19%.

Seldar gistinætur hjá hótelum félagsins jukust um 31%. Herbergjanýting var 82,9% samanborið við 72,8% í maí 2018. Aukning var á öllum hótelum félagsins bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK