Google velur Origo sem samstarfsaðila

Finnur Oddsson, forstjóri Origo.
Finnur Oddsson, forstjóri Origo. Ljósmynd/Aðsend

Tæknirisinn Google hefur valið upplýsingatæknifyrirtækið Origo sem samstarfsaðila á Íslandi fyrir skýjalausnir og G Suite fyrirtækjalausnir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu, sem segir samstarfið tryggja íslenskum fyrirtækjum aðgengi að sérfræðingum í þróun, innleiðingu og rekstri Google lausna.

„Samstarfið er mikilvæg viðbót í lausnaframboð Origo og í því felast mjög áhugaverð tækifæri og ávinningur fyrir fyrirtæki á Íslandi. Við getum nú veit okkar viðskiptavinum aðgang að nýjungum og reynslumiklum sérfræðingum Google við þróun, innleiðingu og rekstri skýja- og hugbúnaðarlausna,“ er haft eftir Finn Oddssyni forstjóra Origo í tilkynningunni. 

Google er eitt af stærstu vörumerkjum heimsins og leiðandi í þróun tæknilausna fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Um milljarður manna notar lausnir Google um heim allan. Google er þá einnig leiðandi í hönnun á skýjaþjónustu, gagnaöryggi, gervigreind og leggur áherslu á opna staðla sem nýtast forriturum við þróun Google lausna og viðbóta.

Finnur segir að einkenni Google sé einfaldleiki og hagræði. „Ekki sakar að skýjaþjónusta Google hefur lægstu truflanatíðni meðal skýjalausna samkvæmt greiningaraðilunum Gartner, en í rekstri upplýsingakerfa skiptir áreiðanleiki öllu,“ er haft eftir Finni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK