Hafna yfirtökutilboði

Metro er ein stærsta smásölukeðja heims.
Metro er ein stærsta smásölukeðja heims. Wikipedia

Stjórnendur þýsku smásölukeðjunnar Metro gefa lítið fyrir yfirtökutilboð tékkneska milljarðamæringsins Daniel Kretinsky og segja það allt of lágt.

Tilboðið var lagt fram óformlega á föstudag í nafni fyrirtækis í eigu Kretinsky, EP Global Commerce. Tilboðið hljóðar upp á 5,8 milljarða evra sem stjórnendur Metro telja verulega vanmat á virði keðjunnar.  

Alls starfa um 150 þúsund manns hjá Metro og var velta keðjunnar 37 milljarðar evra í fyrra. Rekstur Metro hefur verið erfiður undanfarin misseri líkt og hjá mörgum smásölukeðjum í Evrópu. Metro var rekið með tapi á síðasta ársfjórðungi.

Kretinsky hefur farið mikinn í fjárfestingum undanfarin ár og tekið þátt í yfirtökum á evrópskum fyrirtækjum, einkum í orkugeiranum.

Um 25 þúsund starfa í orkufyrirtæki í hans eigu, EPH, og ræður það yfir rúmlega 50 orkuverum og námum í Tékklandi, Bretlandi, Ítalíu, Þýskalandi, Ungverjalandi, Póllandi og Slóvakíu.

Á síðasta ári mat Forbes eignir hans á 2,3 milljarða evra. Hann á hlut í nokkrum frönskum fjölmiðlum, þar á meðal Le Monde. Eins á hann hlut í knattspyrnufélaginu Sparta Prague. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK