Ör forstjóraskipti í kauphöllinni

Forstjóraskipti hafa verið ör í kauphöllinni að undanförnu.
Forstjóraskipti hafa verið ör í kauphöllinni að undanförnu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Stjórn olíufélagsins Skeljungs leitar nú eftirmanns Hendriks Egholms sem sagt hefur starfi sínu lausu. Þegar þeirri vinnu lýkur hafa sex félög af þeim nítján sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar skipt um forstjóra á þessu ári.

Þegar litið er til meðalstarfsaldurs forstjóranna nitján kemur í ljós að hann er um fimm ár. Í rannsókn sem unnin var við lagadeild Harvard-háskóla og birt í febrúar 2018 kom í ljós að í árslok 2017 var meðalstarfsaldur forstjóra í fyrirtækjum sem fylla S&P; 500-vísitöluna 7,2 ár. Hafði starfsaldurinn lækkað lítillega frá árinu 2013 þegar hann var að meðaltali 7,5 ár.

Í rannsókninni var bent á að í forstjórahópnum væru hins vegar í raun tveir hópar. Annars vegar forstjórar sem þjónað hefðu viðkomandi fyrirtækjum um skemmri tíma og hins vegar forstjórar sem ættu afar langan feril að baki í viðkomandi stöðu.

Sjá má fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK