Semja við risa á sviði netverslunar

Íslenskur fiskur nýtur vinsælda í Kína.
Íslenskur fiskur nýtur vinsælda í Kína. Morgunblaðið/Ómar

Fisksölufyrirtækið Blámar, sem er í eigu HB Granda, er á síðustu metrunum að ljúka samningum við aðra stærstu netverslun í Kína, JD.com. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Valdísar Fjölnisdóttur, er búist við að málið klárist endanlega í lok júlí og þá muni Kínverjar geta pantað íslenskan fisk í handhægum neytendapakkningum frá Blámar beint heim að dyrum.

Valdís segir í samtali við ViðskiptaMoggann að um stórt og mikilvægt skref sé að ræða, en Blámar hefur hingað til selt vörur sínar í smærri vefverslunum í landinu, auk stórmarkaða. Hún segir að þróun í matvöruverslun á netinu sé í hraðri sókn í Kína og tækifærin því gríðarleg.

Sjá má fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK