Vilja bæta skil ársreikninga enn frekar

Með lagasetningunni er stefnt að því að bæta skil ársreikninga …
Með lagasetningunni er stefnt að því að bæta skil ársreikninga og að hægt sé að bregðast við með viðeigandi hætti þegar ársreikningar félaga berast ekki innan þeirra tímamarka sem kveðið er á um í lögum um ársreikninga. mbl.is/Ófeigur

Til stendur að breyta lögum ársreikninga og lögum um einkahlutafélög til að bregðast við fjölda félaga sem ekki skila ársreikningum til embættis Ríkisskattstjóra. Hægt er að senda inn umsögn um áform um lagasetninguna á samráðsgátt stjórnvalda og er frestur til 18. júlí. 

Umfangsmiklar breytingar voru gerðar á lögum um ársreikninga árið 2016 og voru breytingarnar gerðar í þeim tilgangi að auka gagnsæi í viðskiptum og sporna við kennitöluflakki og bæta skil ársreikninga. Einnig voru styrktar heimildir ársreikningaskrár til að leggja á sekt vegna vanskila á ársreikningi.  

Þá var heimild til að krefjast skipta á búi félags sem ekki skilar ársreikningi til opinberrar birtingar færð frá hlutafélagaskrá til ársreikningaskrár og tímamörkin stytt og ráðherra veitt heimild til að setja reglugerð um framkvæmd við gerð kröfu um skipti á búi félags.

„Þrátt fyrir bætt skil ársreikninga í kjölfar fyrrgreindra lagabreytinga er þörf á frekari úrbótum til að bregðast við uppsöfnuðum vanda á þessu sviði,“ segir í áformunum. 

Með lagasetningunni er stefnt að því að bæta skil ársreikninga og að hægt sé að bregðast við með viðeigandi hætti þegar ársreikningar félaga berast ekki innan þeirra tímamarka sem kveðið er á um í lögum um ársreikninga.

Breyting á lagasetningunum verða lagðar fram á haustþingi og miða að því að fækka félögum sem fara í slitameðferð. Þannig verður nóg að afskrá sum félög í stað þess að slíta þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK