Boeing tapaði tæplega 3 milljörðum dala

Tap Boeing skýrist af stærstum hluta á vandamálum með 737 …
Tap Boeing skýrist af stærstum hluta á vandamálum með 737 MAX -þotur félagsins. AFP

Tap bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing á öðrum ársfjórðungi þessa árs nemur 2,94 milljörðum Bandaríkjadala, en það eru um 360 milljarðar íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Á sama tíma í fyrra var hagnaður félagsins 2,2 milljarðar dala.

Þessi mikla breyting helgast af stórum hluta af vanræðunum með 737 MAX-þotur fyrirtækisins, en félagið hefur áður gefið út að heildarkostnaður vegna þeirra sé sem nemur um 830 milljörðum íslenskra króna. Var meðal annars gefið út í síðustu viku að félagið myndi skuldfæra 4,9 milljarða dala í þessu uppgjöri vegna málsins.

Tekjur félagsins á ársfjórðungnum voru 15,75 milljarðar dala á þessu ári, en í fyrra námu tekjurnar 24,26 milljörðum. Er það samdráttur upp á 35%.

737 MAX-þotur félagsins hafa verið kyrrsettar síðan í mars og ekki sér enn fyrir endann á þeirri ákvörðun. Afhenti flugfélagið 104 færri vélar til viðskiptavina sinna á öðrum ársfjórðungi í ár miðað við sama tímabil í fyrra, en það skrifast að stærstum hluta á fyrrnefnt mál með 737 MAX-þoturnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK