Hálfur milljarður í arð

IKEA-eigendur fengu hálfan milljarð í arð.
IKEA-eigendur fengu hálfan milljarð í arð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miklatorg, sem á og rekur IKEA á Íslandi, hagnaðist um 528 milljónir króna á síðasta rekstrarári. Hagnaðurinn dróst verulega saman frá fyrra ári þegar hann nam 982 milljónum króna.

Stjórn félagsins lagði fyrir aðalfund tillögu um greiðslu 500 milljóna króna arðs út úr félaginu. Er það annað árið í röð sem tillaga um slíka arðgreiðslu er borin upp og samþykkt. Árið 2016 nam arðgreiðsla út úr félaginu 900 milljónum króna, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Síðasta áratuginn nema arðgreiðslur Miklatorgs til eigenda sinna tæpum 3,5 milljörðum króna. Bræðurnir Jón og Sigurður Gísli Pálmasynir eiga IKEA á Íslandi. Á undanförnum árum hafa þeir einnig byggt upp mikil umsvif í tengslum við sömu starfsemi í Eystrasaltsríkjunum.

IKEA á Íslandi var opnað árið 1981 og var þá deild í Hagkaupum. Frá árinu 2006 hefur félagið verið með starfsemi í ríflega 20 þúsund fermetra verslun í Kauptúni í Garðabæ.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK