ITF dregur verulega úr umsvifum

Til stóð að að sameina Arctic Adventures og nokkur félög …
Til stóð að að sameina Arctic Adventures og nokkur félög í eigu ITF, þar á meðal Into the Glacier.

Fjárfestingartímabili framtakssjóðsins Icelandic Tourism Fund (ITF) er lokið og mun sjóðurinn því ekki taka þátt í fleiri nýjum verkefnum í íslenskri ferðaþjónustu. Áherslan næstu misseri verður á að þróa áfram þau félög sem eru í eigu sjóðsins og einnig styttist í að hugað verði að sölu einhverra eigna. Þetta segir Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri ITF, í samtali við ViðskiptaMoggann.

ITF var upphaflega settur á laggirnar fyrir um sex árum að frumkvæði Icelandair Group. Markmið sjóðsins hefur verið að fjárfesta í arðbærum verkefnum sem stuðla að uppbyggingu í íslenskri ferðaþjónustu. Þá hefur áhersla verið lögð á ný heilsársverkefni sem fjölga eiga afþreyingarmöguleikum fyrir ferðamenn auk þess að stuðla að betri nýtingu á innviðum ferðaþjónustunnar yfir vetrartímann.

Að sögn Helga hefur vel tekist til en sjóðurinn býr nú að fjölbreyttu og verðmætu eignasafni. „Frá upphafi hefur markmiðið verið að fjárfesta í afþreyingartengdri ferðaþjónustu þar sem við einbeitum okkur að verkefnum með ákveðna sérstöðu. Við höfum ekki viljað fara í beina samkeppni við þá sem fyrir voru á markaðnum og hefur sú stefna reynst okkur farsæl,“ segir Helgi.

Ítarlegri umfjöllun um málið má finna í Viðskiptamogga dagsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK