Lindex stækkar verslunarrými í Kringlunni

Albert Þór Magnússon og Lóa Kristjánsdóttir, umboðsaðilar Lindex, veittu fulltrúum …
Albert Þór Magnússon og Lóa Kristjánsdóttir, umboðsaðilar Lindex, veittu fulltrúum Bláa hersins 1,3 milljóna króna styrk úr pokasjóði verslunarinnar.

Fyrri stækkun verslunar Lindex í Kringlunni opnar í dag eftir breytingar þar sem undirfatadeild Lindex hefur verið stórefld en að sögn Lóu D. Kristjánsdóttur, umboðsaðila Lindex á Íslandi, verður verslunin sú stærsta sinnar tegundar hér á landi.

„Við getum nú boðið upp á mælingar, persónulega þjónustu og vöruúrval sem hæfir okkar stöðu sem sérfræðingar á sviði undirfatnaðar,“ segir Lóa.

„Þetta er fyrri hlutinn af þessum miklu breytingum þar sem við hyggjumst setja allt á einn stað en núna erum við að margfalda þá fermetra sem undirfatadeildin starfar á,“ segir Lóa í samtali við ViðskiptaMoggann en áætlað er að 650 fermetra akkerisverslun Lindex opni í Kringlunni haustið 2020.

Samhliða þessum breytingum tilkynnti Lindex um 1,3 milljóna króna styrktarframlag til Bláa hersins, sem vinnur brautryðjendastarf í hreinsun á ströndum landsins. Um er að ræða pokasjóð Lindex en í honum felst að allur ágóði af sölu Lindex-poka gengur til sjóðsins sem úthlutar styrk einu sinni á ári.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK