FedEx riftir samningum við Amazon

Gengi hlutabréfa FedEx hefur lækkað talsvert síðustu daga.
Gengi hlutabréfa FedEx hefur lækkað talsvert síðustu daga. SCOTT OLSON

Flutningafyrirtækið FedEx hefur rift samningi sínum við Amazon, en samningurinn kveður á um skyldu FedEx til að flytja á milli sendingar síðarnefnda fyrirtækisins á jörðu niðri. Í kjölfar riftunarinnar mun samningurinn falla úr gildi undir lok ágústmánaðar.  Þetta kemur fram í tilkynningu sem FedEx sendi frá sér í dag. 

Fréttirnar koma einungis nokkrum mánuðum eftir að FedEx greindi frá því að fyrirtækið myndi ekki sjá um flugsendingar Amazon. Í kjölfar fregnanna vinnur Amazon nú að því hörðum höndum að styrkja eigin þjónustu- og flutningadeild.

Gengi hlutabréfa FedEx lækkaði eilítið við fregnirnar eða um 2,2% og stendur það nú í 157,5 Bandaríkjadölum. Ef horft er fimm daga aftur í tímann má sjá að gengið hefur samtals lækkað um tæplega 8%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK