Hlutabréf Tinder rjúka upp í verði

Hlutabréf Tinder eru á miklu flugi.
Hlutabréf Tinder eru á miklu flugi.

Fyrirtækið Match Group, sem rekur stefnumótasnjallforritið Tinder, rauk upp í verði eftir lokun markaða vestanhafs í gær. Alls hafa bréf fyrirtækisins hækkað um ríflega 17% og stendur gengi þeirra nú í 86,5 Bandaríkjadölum. Þessi mikla hækkun kemur í kjölfar uppgjörs Match Group fyrir annan ársfjórðung þessa árs. 

Tinder bætti við sig 503.000 notendum í ársfjórðungnum, en einungis einu sinni hefur fyrirtækið bætt við sig fleiri notendum í einum ársfjórðungi. Þá spá forsvarsmenn Tinder því að í heild muni bætast við 1,6 milljón notendur á árinu. 

Heildartekjur fyrirtækisins í ársfjórðungnum voru 498 milljónir Bandaríkjadala og jukust um tæplega 80 milljónir Bandaríkjadala frá sama tíma í fyrra. Þá skilaði Tinder hagnaði upp á 128 milljónir Bandaríkjadala í mánuðunum þremur. 

Hlutabréf í Match Group hafa verið á miklu flugi það sem af er ári og hafa frá upphafi árs hækkað um 73%. Til samanburðar hefur S&P 500 vísitalan hækkað um 15% yfir sama tímabil. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK