Jólin reyndust Kalda erfið

Agnes Sigurðardóttir fyrir framan Bjórböðin á Árskógsströnd.
Agnes Sigurðardóttir fyrir framan Bjórböðin á Árskógsströnd. mbl.is/Hari

„Ástæðan er fyrst og fremst aukin samkeppni. Rekstrarumhverfið er verulega breytt. Það hefur verið að breytast á undanförnum árum en maður fann virkilega fyrir því á síðasta ári,“ segir Agnes Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi, spurð um það hvers vegna salan hjá fyrirtækinu hafi dregist saman í fyrra.

Bruggsmiðjan skilaði tæplega 10 milljóna króna hagnaði í fyrra og dróst hann saman um 74% en hann nam tæpum 38 milljónum árið 2017. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 401,6 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 436 milljónir árið 2017 og drógust þær saman um 8%.

Í samtali við ViðskiptaMoggann nefnir Agnes þó tvær aðskildar ástæður. Annars vegar var sumarið í fyrra slæmt og það hefur áhrif á bjórsölu. T.a.m. var sala fyrirtækisins til ÁTVR 22 milljónum minni í fyrra heldur en árið á undan.

Lesa má viðtalið í heild sinni á baksíðu ViðskiptaMoggans í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK