Ingólfur ráðinn forstjóri CRI

Ingólfur Guð­munds­son, nýr forstjóri CRI.
Ingólfur Guð­munds­son, nýr forstjóri CRI. Ljósmynd/Aðsend

Ingólfur Guðmundsson hefur verið ráðinn forstjóri Carbon Recycling International – CRI hf. og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarforstjóri. Þetta kemur fam í tilkynningu frá félaginu. CRI þróar og hannar búnað til að framleiða endurnýjanlegt eldsneyti og vistvæna efnavöru, úr kolefni og vetni.

Ingólfur Guðmundsson tók við stöðu forstjóra CRI í júní en hann sat í stjórn félagsins frá árinu 2018. Áður hafði Sindri Sindrason stýrt fyrirtækinu. Ingólfur er rekstrarhagfræðingur og löggiltur verðbréfamiðlari með áralanga reynslu sem stjórnandi í innlendum fjármála- og rekstrarfyrirtækjum. Hann var einn af stofnendum iKorts og starfaði þar sem framkvæmdastjóri frá stofnun félagsins árið 2013. Ingólfur einnig setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og sjóða og situr nú meðal annars í stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna og stjórn Eyris Invest.

Margrét Ormslev Ás­geirs­dóttir, aðstoðarforstjóri CRI.
Margrét Ormslev Ás­geirs­dóttir, aðstoðarforstjóri CRI. Ljósmynd/Aðsend

Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir er iðnaðarverkfræðingur og lauk jafnframt M.Sc. prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. prófi í orkukerfum og orkustjórnun frá School of Renewable Energy Science. Margrét hóf störf við CRI árið 2015 og hefur setið í framkvæmdastjórn fyrirtækisins frá árinu 2017. Áður starfaði hún hjá Landsbankanum og Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns (nú Mannvit) með áherslu á stjórnun, fjármögnun og orkutengd verkefni. Hún hefur einnig setið í ýmsum ráðum og stjórnum í atvinnulífinu.

Tækni CRI stuðlar að samdrætti gróðurhúsalofttegunda, orkuskiptum í samgöngum og minni notkun jarðefnaeldsneytis. Fyrirtækið er þannig leiðandi í þróun lausna til að hagnýta raforku og úrgangsstrauma frá iðnaði til að vinna bug á loftslagsvandanum. Fyrsta verksmiðja byggð á tækni CRI tók til starfa í Svartsengi árið 2012 en fyrirtækið hefur jafnframt reist verksmiðjur með sömu tækni í Þýskalandi og Svíþjóð. CRI var nýlega valið Vaxtarsproti ársins 2019 og vann til alþjóðlegu verðlaunanna Wärtsilä SparkUp Challenge og Energy Globe Awards fyrir árangur á sviði þróunar og markaðsetningar grænnar tækni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK