Funda um Play í dag

Play var kynnt til sögunnar 5. nóvember.
Play var kynnt til sögunnar 5. nóvember. mbl.is/​Hari

Stofnendur flugfélagsins Play hafa boðað leiðandi fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu ásamt fulltrúum frá fjármálafyrirtækjum til fundar kl. 13 í dag í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði.

Frá og með næsta vori hyggst Play fljúga bæði til …
Frá og með næsta vori hyggst Play fljúga bæði til Bandaríkjanna og Evrópu. Fyrst í stað verður aðeins flogið á áfangastaði í Evrópu. mbl.is/​Hari

Á fundinum munu aðstandendur félagsins kynna framtíðaráform þess. Enn er róið öllum árum að því að tryggja 12 milljóna evra hlutafjárframlag frá íslenskum fjárfestum en ætlunin er að hún komi til viðbótar 40 milljóna evra lánsfjármögnun sem félagið segir að það hafi tryggt sér frá breska fjármálafyrirtækinu Athene Capital.

Morgunblaðið greindi frá því fyrir helgi að hægt hefði gengið að fá íslenska fjárfesta til þess að skrá sig fyrir nýju hlutafé í félaginu.

Forsvarsmenn og stofnendur Play eru þeir Þóroddur Ari Þóroddsson, Bogi Guðmundsson, sem verður framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs, Arnar Már Magnússon forstjóri og Sveinn Ingi Steinþórsson sem verður fjármálstjóri félagsins og stjórnarformaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK