Orkuveitan hefur hagnast um 4,5 milljarða frá áramótum

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/Árni Sæberg

Orkuveita Reykjavíkur hagnaðist um 1,16 milljarða á þriðja ársfjórðungi þessa árs, samanborið við 1,7 milljarða hagnað á sama tíma í fyrra. Þá var hagnaður fyrstu níu mánaða ársins 4,5 milljarðar, en var 5,9 milljarðar á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í níu mánaða uppgjöri fyrirtækisins.

Rekstrartekjur á þriðja ársfjórðungi námu 10,08 milljörðum, en voru á sama tíma í fyrra 10,29 milljarðar. Rekstrarkostnaður lækkaði einnig, en hann var 3,8 milljarðar á þriðja ársfjórðungi þessa árs og lækkaði úr 3,91 milljörðum á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og skatta nam 6,27 milljörðum og lækkar um rúmlega 100 milljónir milli ára. Þegar tekið hefur verið mið af afskriftum er rekstrarhagnaðurinn 3,1 milljarður á þriðja ársfjórðungi í ár, eða tæplega einum milljarði lægri en á sama tíma í fyrra.

Fjárfestingar félagsins í varanlegum rekstrarfjármunum nema 13,1 milljarði á fyrstu níu mánuðum ársins, en námu 10,4 milljörðum á sama tíma í fyrra. Er það aukning um 26% milli ára.

Í tilkynningu frá Orkuveitunni vegna uppgjörsins er haft eftir Ingvari Stefánssyni, framkvæmdastjóra fjármála, að fjárhagsstaða félagsins og dótturfélaga sé traust. „Framundan eru mikilvæg verkefni í starfseminni. Ein stærsta einstaka fjárfesting okkar á næstu árum er uppfærsla á orkumælum viðskiptavina. Hún mun taka nokkur ár en gera okkur kleift að auka og bæta þjónustuna,“ er haft eftir honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK