Tekjur Iceland Seafood 45 milljarðar króna

Rekstrarniðurstaða Iceland Seafood International fyrir skatt var jákvæð um einn …
Rekstrarniðurstaða Iceland Seafood International fyrir skatt var jákvæð um einn milljarð króna. Minna framboð af þorski er sagt hafa haft neikvæð áhrif.

Tekjur Iceland Seafood International hf. (ISI) fyrstu níu mánuði ársins voru 332,2 milljónir evra, jafnvirði 44,9 milljarða íslenskra króna, sem jafngildir 43,2% hækkun borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2018, að því er segir í tilkynningu frá ISI vegna uppgjörs þriðja ársfjórðungs. Ef tekið er tillit til níu mánaða uppgjörs Oceanpath og Solo Seafood sem komu inn í samstæðu ISI á árinu 2018 nam tekjuhækkunin 4,9%.

Þá segir að hagnaður félagsins á tímabilinu fyrir skatt hafi verið 7,6 milljónir evra eða einn milljarður íslenskra króna. Er þetta hækkun um 541 milljón króna en hækkunin er um 40 milljónir króna ef tekið er tillit til hagnaðar fyrirtækjanna sem gengu inn í samstæðuna.

Fram kemur í tilkynningunni að „minna framboð af þorski frá Íslandi á þriðja ársfjórðungi á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra hafði neikvæð áhrif á tekjur og hagnað samstæðunnar á ársfjórðungnum“.

Þrátt fyrir minni þorsk er félagið með óbreytta afkomuspá sem gerir ráð fyrir að hagnaður ársins fyrir skatt verði um það bil 1,5 milljarðar króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK