Farið fram á nauðungarsölu á Hlemmi Square

Laugavegur 105 hýsir Hlemm Square.
Laugavegur 105 hýsir Hlemm Square. mbl.is/Styrmir Kári

Ríkisskattstjóri hefur farið fram á að húsnæði Hlemms Square við Laugaveg 105 verði boðið upp á nauðungarsölu vegna vangreiddra gjalda, samkvæmt því sem fram kemur í Lögbirtingablaðinu.

Viðskiptablaðið greindi fyrst frá, en fyrirhuguð nauðungarsala varðar húsnæði á fjórum fasteignanúmerum og eru kröfur Ríkisskattstjóra um það bil 47 milljónir króna.

Auglýsingin birtist í Lögbirtingablaðinu í gær, en fyrirhugað nauðungaruppboð á að fara fram 6. febrúar, verði ekki búið að greiða kröfurnar sem Ríkisskattstjóri er með þessu að innheimta.

Hlemmur Square er bæði hótel og hostel, auk þess sem veitingastaður og bar er á neðstu hæð hússins. Það opnaði í 2.400 fermetra húsnæðinu við Laugaveg 105 árið 2013 og hefur Þjóðverjinn Klaus Ortlieb helst verið í forsvari fyrir félagið, en hann á félagið ásamt fjárfestinum Auðuni Má Guðmundssyni.

Uppfært klukkan 15:01:

Orðalag í fyrri útgáfu fréttarinnar mátti skilja þannig að kröfur Ríkisskattstjóra væru um það bil 47 milljónir króna vegna hvers og eins fasteignanúmers. Hið rétta er að kröfurnar eru samtals um 47 milljónir króna vegna húsnæðisins við Laugaveg 105, en það húsnæði skiptist í fjögur fastanúmer.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK