Forstjóraskipti hjá Tempo

Tempo er 45% hlutdeildarfélag Origo.
Tempo er 45% hlutdeildarfélag Origo. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gary Jackson hefur látið af störfum sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Tempo eftir tæplega ár í starfi, en Chris Proch hefur verið ráðinn tímabundið í hans stað. Tempo er hlutdeildarfélag tæknifyrirtækisins Origo, en á móti 45% hlut Origo á Diversis Capital 55% hlut.

Í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar kemur fram að Chris hafi áratugareynslu af rekstri hugbúnaðarfyrirtækja, sem stofnandi, stjórnandi og stjórnarformaður. Hann hefur að undanförnu starfað sem stjórnendatengiliður (operating partner) Diversis Capital hjá Tempo, þar sem hann hefur stutt við stjórnendateymið í stefnumótun og áætlanagerð.

Þá segir jafnframt að nýr forstjóri verði ráðinn eins fljótt og auðið er. Haft er eftir Finni Oddssyni, forstjóra Origo, að breytingarnar á forystu Tempo séu liður í áherslubreytingum stjórnar og stjórnenda og að byggja upp sterkt leiðtogateymi til framtíðar.

Tilkynnt var um ráðningu Gary í byrjun apríl í fyrra, en hann tók við af Ágústi Einarssyni sem hafði stýrt uppbyggingu félagsins, sem áður var dótturfélag Origo.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK