Bréf Icelandair hækka mikið í Kauphöllinni

Bréf Icelandair hafa hækkað mikið það sem af er degi.
Bréf Icelandair hafa hækkað mikið það sem af er degi.

Verð bréfa Icelandair hefur hækkað um 6,6% í tæplega 200 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í morgun, en í gær var greint frá því að félagið hefði flutt 25% fleiri farþega árið 2019 en árið á undan. Þá geri félagið ráð fyrir að farþegum á fyrsta fjórðungi þessa árs fjölgi einnig um 25-30%.

Í heild flutti félagið 1,9 milljónir farþega til landsins í fyrra, þar af 106 þúsund í desember þar sem þeim fjölgaði um 11%. Tengif­arþegum fækkaði hins veg­ar um 9% í des­em­ber en fækk­un þeirra var 9% á ár­inu í heild. Sæta­nýt­ing í milli­land­a­starf­semi fé­lags­ins var 80,7% í des­em­ber sam­an­borið við 79,6% á sama tíma árið 2018.

Flest önnur félög í Kauphöllinni hafa einnig hækkað í viðskiptum í dag, en næstmest hækkun er hjá Högum sem hafa hækkað um 2,54% í um 215 milljóna viðskiptum. VÍS hefur hækkað um 1,45% í 132 milljóna viðskiptum, Sjóvá um 1,3% og Skeljungur einnig um 1,3%. Þá hefur Marel hækkað um 1,2% í 540 milljóna viðskiptum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK