Vöruskiptahallinn 100,8 milljarðar

Fyrstu 11 mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 598,4 milljarða króna en inn fyrir 699,2 milljarða króna. Halli á vöruviðskiptum við útlönd nam því 100,8 milljörðum króna. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 166,3 milljarða króna á gengi hvors árs fyrir sig. Vöruviðskiptajöfnuðurinn frá janúar til nóvember var því 65,5 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma fyrir ári.

Í nóvember 2019 voru fluttar út vörur fyrir 52,1 milljarð króna og inn fyrir 56,5 milljarða króna fob (60,3 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í nóvember, reiknuð á fob-verðmæti, voru því óhagstæð um 4,4 milljarða króna. Í nóvember 2018 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 18,8 milljarða króna á gengi hvors árs fyrir sig.1 Vöruviðskiptahallinn í nóvember 2019 var því 14,4 milljörðum króna minni en á sama tíma fyrir ári. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum 1,7 milljörðum króna, samanborið við 18,3 milljarða króna halla í nóvember 2018.

Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn 107,4 milljörðum króna á tímabilinu janúar til nóvember 2019, en 151,3 milljörðum króna fyrir sama tímabil 2018.

Á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2019 var verðmæti vöruútflutnings 49,4 milljörðum króna meira en á sama tímabili árið áður, eða 9,0% á gengi hvors árs fyrir sig1. Iðnaðarvörur voru 47,6% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 2,8% minna en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 40,7% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 11,3% meiri en á sama tíma árið áður. Mest var aukning vegna sjávarafurða, aðallega á ferskum fiski og frystum flökum. Á móti kom minna verðmæti álútflutnings á milli ára.

Á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2019 var verðmæti vöruinnflutnings 16,1 milljarði króna minna en á sama tímabili árið áður, eða 2,3% á gengi hvors árs fyrir sig. Innflutningur dróst mest saman á eldsneyti og flutningatækjum. Á móti kom aukinn innflutningur á fjárfestingavörum annars vegar og mat- og drykkjarvörum hins vegar, að því er segir á vef Hagstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK