Gera athugasemdir við tilboð tryggingafélaga

Athugun hófst í júlí í fyrra og lágu niðurstöður fyrir …
Athugun hófst í júlí í fyrra og lágu niðurstöður fyrir í nóvember. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjármálaeftirlitið gerir athugasemd við sundurliðun kostnaðar við tilboðsgerð hjá vátryggingafélögunum fjórum; Sjóvá, TM, VÍS og Verði. Athugun hófst í júlí í fyrra og lágu niðurstöður fyrir í nóvember.

Þannig var til að mynda skoðað hvort félögin sýndu sundurliðað verð vegna ábyrgðartryggingar ökutækis samkvæmt lögum um ökutækjatryggingar, slysatryggingar ökumanns og eiganda samkvæmt sömu lögum og bílrúðutryggingar. Jafnframt var skoðað hvort afsláttur væri gefinn og þá hvort hann væri skýr og sundurliðaður niður á einstaka tryggingar.

Í tilfelli Sjóvá kom í ljós að í tilboðum félagsins til vátryggingataka vegna ökutækjatrygginga var ekki að finna sundurliðun kostnaðar niður á ábyrgðartryggingu ökutækis, slysatryggingu ökumanns og eiganda og bílrúðutryggingu.

Hjá TM kom í ljós að í tilboðum félagsins til vátryggingataka vegna ökutækjatrygginga var ekki að finna sundurliðun kostnaðar niður á ábyrgðartryggingu ökutækis og slysatryggingu ökumanns og eiganda. 

Eftirlitið taldi að framsetning kostnaðar með þessum hætti væri hvorki í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti á vátryggingamarkaði né gæti talist framkvæmd sem miði að því að hafa hagsmuni vátryggingataka að leiðarljósi.

Sama var uppi á teningnum hjá VÍS, þar sem í tilboðum félagsins til vátryggingataka vegna ökutækjatrygginga var ekki að finna sundurliðun kostnaðar. 

Í athugun hjá Verði kom í ljós að í tilboðum félagsins til vátryggingataka vegna ökutækja- og eignatrygginga er lokaverð gefið upp sem „Samtals með afslætti“ en þó eru engir sundurliðaðir afslættir niður á einstaka tryggingar. 

Eftirlitið taldi að framsetning heildarverðs með þessum hætti væri hvorki í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti á vátryggingamarkaði né gæti talist framkvæmd sem miði að því að hafa hagsmuni vátryggingataka að leiðarljósi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK