Gætu boðað til fleiri aukafunda

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í morgun.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að ákveðið hafi verið að flýta fundi peningastefnunefndar og ákvörðunar nefndarinnar um stýrivexti í ljósi aðstæðna í efnahagslífinu vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Fundurinn átti að vera í næstu viku, en var í þessari viku og var stýrivaxtaákvörðunin kynnt í morgun.

Sagði hann jafnframt að bankinn myndi boða til aukafunda ef þörf væri á á næstunni. „Við gerum ráð fyrir að boða til aukafunda eftir þörfum, eftir því hvernig aðstæður þróast,“ sagði hann við upphaf kynningarfundar í Seðlabankanum nú klukkan 10.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK