Loka verksmiðjum tímabundið

AFP

Ítalski og bandaríski bílaframleiðandinn Fiat Chrysler hefur ákveðið að loka nánast öllum verksmiðjum sínum í Evrópu til 27. mars vegna farsóttarinnar.

Segir í tilkynningu frá fyrirtækinu að þetta sé liður í aðgerðum þess vegna ólgunnar sem er á mörkuðum vegna kórónuveirunnar.  

Fiat Chrysler og franski bílaframleiðandinn Peugeot samþykktu sameiningu í desember og með sameiningunni verður til stærsti bílaframleiðandi heims. Ekkert er minnst á fyrirhugaðan samruna í tilkynningu í morgun. 

Alls verður sex verksmiðjum Fiat Chrysler á Ítalíu lokað og einni í Serbíu og Póllandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK