Mikil lækkun hjá Icelandair

Upphaf dagsins var eldrautt í Kauphöllinni.
Upphaf dagsins var eldrautt í Kauphöllinni. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Mikil lækkun einkenndi hlutabréfamarkaðinn hér á landi við opnun hans í morgun. Bréf Icelandair lækkuðu mest, eða um 13,8% í fyrstu viðskiptum. Hins vegar er bara um að ræða 2,3 milljóna viðskipti. Lækkun úrvalsvísitölunnar nemur 5,84%.

Bréf Skeljungs lækkuðu einnig umtalsvert eða um 10,7% og hjá Iceland Seafood um 9,1%.

Viðskipti með bréf Festi nema rúmlega 100 milljónum og hafa þau lækkað um 6,6% og hjá Marel hefur lækkunin verið 4,76% í tæplega 500 milljóna viðskiptum.

Efnisorð: Icelandair
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK