Offramboð kallar á uppstokkun

Laugavegurinn í gær. Þótt færra fólk sé á ferli í …
Laugavegurinn í gær. Þótt færra fólk sé á ferli í miðborginni en fyrir faraldurinn er hún ekki orðin mannlaus. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjórum verslunum af sex í Nordic Store-keðjunni verður lokað tímabundið vegna kórónuveirunnar. Keðjan er með nokkrar verslanir í miðborginni. Meðal þeirra eru stórar verslanir á Laugavegi 4-6, Laugavegi 18 og Laugavegi 95-99.

Verslun Nordic Store á horni Lækjargötu og Austurstrætis er ef til vill sú sýnilegasta í keðjunni. Bjarni Jónsson, eigandi Nordic Store, segir ástæðuna mikinn samdrátt í sölu til ferðamanna. Það stefni í hörmulegt ár í íslenskri ferðaþjónustu.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag bendir Bjarni á að sambærilegum verslunum og Nordic Store í miðborginni, sem bjóði einkum vörur til erlendra ferðamanna, hafi fjölgað úr 40 í 60 á síðustu árum, eða um 50%. Fyrir vikið hafi skapast offramboð á verslunum í miðborginni. Sú þróun hefði að hans mati kallað á leiðréttingu áður en faraldurinn kom til.

Forsendan fyrir þessu aukna framboði hafi verið áframhaldandi 10-20% fjölgun ferðamanna og veikara gengi krónunnar. Hins vegar hafi ferðamönnum fækkað um 15-20% í fyrra. Þá sé að óbreyttu útlit fyrir enn frekari fækkun í ár. Gengið hafi byrjað að styrkjast 2017 og haft mikil áhrif á reksturinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK