Miklar lækkanir í kjölfar synjunar

AFP

Helstu hlutabréfavísitölur Evrópu hafa lækkað mikið í morgun á sama tíma og sífellt fleiri látast af völdum kórónuveirunnar í álfunni. Í Asíu lækkuðu einnig helstu hlutabréfavísitölur en í gærkvöldi felldi meirihlutinn í öldungadeildinni á bandaríska þinginu frumvarp til laga um björgunarpakka upp á 1,7 billjónir (milljón milljóna) Bandaríkjadala.

Í London hefur FTSE-vísitalan lækkað um 4,8%, CAC í París hefur lækkað um 4,4% og DAX í Frankfurt hefur lækkað um 4,6%.

Á Nýja-Sjálandi lækkaði hlutabréfavísitalan um 7,6% og í Hong Kong lækkaði Hang Seng-vísitalan um 4,4%, Sydney lækkaði um 5,6%, Sjanghaí, 3,1% og Taívan um 3,7%. Í Singapúr nam lækkunin 7,5% og Jakarta 3,8%. Nikkei-vísitalan í Tókýó hækkaði aftur á móti um 2%.

Brent-Norðursjávarolían hefur lækkað um 2,6% það sem af er degi og er tunnan nú seld á 26,27 Bandaríkjadali tunnan. West Texas Intermediate-hráolían hefur hækkað um 1,4% og er seld á 22,95 dali tunnan.

Enginn öldungadeildarþingmaður demókrata greiddi atkvæði með tillögu repúblikana að setja 1,7 billjónir dala í björgun efnahagslífsins. Jafnframt voru fimm repúblikanar fjarverandi þegar atkvæði voru greidd þar sem þeir eru í sóttkví.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK