Tveir metrar á milli í Melabúðinni

Merkingarnar í Melabúðinni minna fólk á tveggja metra bilið.
Merkingarnar í Melabúðinni minna fólk á tveggja metra bilið.

Starfsfólk Melabúðarinnar hefur sett upp skýrar merkingar til að minna fólk á mikilvægi þess að halda tveggja metra bili milli sín meðan það verslar í búðinni.

Þannig hefur merkingum verið komið á búðargólfið. Er þar fólk hvatt til að virða tilmæli sóttvarnarlæknis. „Þökkum tillitssemina og förum sátt út!“

Merkingarnar eiga að tryggja bil milli fólks.
Merkingarnar eiga að tryggja bil milli fólks. Melabúðin

Segir á facebook-síðu Melabúðarinnar að þessar merkingar hafi verið settar upp eftir að hugmynd þar um barst frá viðskiptavini. Var ekki verið að tvínóna við hlutina og strax og hugmyndinni hafði verið varpað fram voru merkingarnar prentaðar út og þeim komið fyrir á gólfi verslunarinnar.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK