Krónan verðlaunuð fyrir samfélagsskýrslu ársins

Starfsmenn Krónunnar tóku við verðlaunum frá Ástu Fjeldsted framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, …
Starfsmenn Krónunnar tóku við verðlaunum frá Ástu Fjeldsted framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, Gunnhildi Arnardóttur framkvæmdarstjóri Stjórnvísi og Hrund Gunnsteinsdóttur framkvæmdarstjóra Festu. Ljósmynd/Aðsend

Krónan hlaut í gær viðurkenningu fyrir eftirtektarverðustu samfélagsskýrslu ársins. Viðurkenningin er samstarfsverkefni Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð, Stjórnvísis og Viðskiptaráðs Íslands og er þetta þriðja sinn sem viðurkenningin er veitt. 

Markmiðið með viðurkenningunni fyrir samfélagsskýrslu ársins er að hvetja fyrirtæki til að setja sér mælanleg markmið og birta reglulega, með vönduðum hætti, upplýsingar um hvernig samfélagsábyrgð og sjálfbærni í rekstri skilar þeim og samfélaginu auknum ávinningi, að því er segir í tilkynningu. 

Verðlaunin voru afhent við hátíðalega athöfn í Nauthólsvík í gær …
Verðlaunin voru afhent við hátíðalega athöfn í Nauthólsvík í gær og tók Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Krónunnar við þeim fyrir hönd Krónunnar. Ljósmynd/Aðsend

Alls bárust 27  tilnefningar í ár og hlutu 19 skýrslur tilnefningu. Í dómnefnd sátu Tómas N. Möller yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, Hulda Steingrímsdóttir umhverfisstjóri Landsspítala og Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun, sem var jafnframt formaður dómnefndar.  

Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að  Krónan lítur á sig sem mikilvægan þátttakanda í samfélaginu og gerir sér grein fyrir því að í krafti stærðar sinnar geti fyrirtækið haft áhrif til góðs. Í því samhengi hefur umhverfisvernd, lýðheilsa og upplýst val verið skilgreind sem mikilvægustu málefnin. Auk kerfisbundinnar nálgunar á framsetningu um markmið, ásetning og árangur fyrirtækisins í þáttum sem lúta að samfélagslegri ábyrgð og sjálfbærni er í skýrslunni nefnd ýmis dæmi um framgöngu í verki.

Viðurkenningin er samstarfsverkefni Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð, Stjórnvísis og …
Viðurkenningin er samstarfsverkefni Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð, Stjórnvísis og Viðskiptaráðs Íslands og er þetta þriðja sinn sem viðurkenningin er veitt. Ljósmynd/Aðsend

„Við erum gríðarlega þakklát fyrir að hljóta viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu Krónunnar því við leggjum áherslu á að hafa áhrif til góðs og sýna samfélagslega ábyrgð í verki – alltaf,“ er haft eftir Hjördísi Elsu Ásgeirsdóttur, markaðsstjóri Krónunnar, í tilkynningu. 

Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Krónunnar ásamt Jóhönnu Hörpu Árnadóttur formanni …
Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Krónunnar ásamt Jóhönnu Hörpu Árnadóttur formanni dómnefndar og Ástu Fjeldsted framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, Gunnhildi Arnardóttur framkvæmdarstjóri Stjórnvísi og Hrund Gunnsteinsdóttur framkvæmdarstjóra Festu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK