Sex sagt upp hjá Íslenskri erfðagreiningu

Íslensk erfðagreining er í eigu ameríska lyfjarisans Amgen.
Íslensk erfðagreining er í eigu ameríska lyfjarisans Amgen. mbl.is/Júlíus

Sex starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar var sagt upp störfum um mánaðamót. Þetta staðfestir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Starfsmennirnir koma úr ýmsum deildum fyrirtækisins, en að sögn Þóru er um að ræða breytingar á starfsemi einstakra deilda sem hafa í för með sér örfáar uppsagnir.

„Það eru engar stórar breytingar fram undan. Þetta er bara eðlilegur þáttur í rekstri stórra fyrirtækja,“ segir Þóra. Um 200 starfsmenn vinna hjá Íslenskri erðagreiningu hér á landi, og til viðbótar 60 manns í þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK