Íslandsbanki styrkir frumkvöðla um tugi milljóna

Frá úthlutuninni í dag.
Frá úthlutuninni í dag. Ljósmynd/Aðsend

Íslandsbanki afhenti í dag styrki úr Frumkvöðlasjóði bankans. Alls voru veittar 30 milljónir króna til 13 verkefna. Sjóðnum bárust alls 230 umsóknir sem er talsvert meira en á síðasta ári þegar umsóknirnar voru 140. 

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu var við úthlutunina horft til verkefna sem stuðla að þeim fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur ákveðið að einblína á. Þau eru menntun fyrir alla, jafnrétti kynjanna, nýsköpun og uppbygging og aðgerðir í loftslagsmálum. 

„Við ákváðum að flýta útdeilingu styrkja úr Frumkvöðlasjóði í ár fram í júní í stað þess að bíða til haustsins vegna COVID-19-faraldursins. Nýsköpun og frumkvöðlastarf er aldrei mikilvægara en þegar kreppir að og til að styðja betur við frumkvöðla höfum við ekki útilokað aðra úthlutun úr sjóðnum í haust. Að þessu sinni fengum við metfjölda umsókna og það var ekki einfalt að velja á milli þeirra,“ segir Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka. 

Ásamt Unu er stjórn Frumkvöðlasjóðsins skipuð Ara Kristni Jónssyni, rektor Háskólans í Reykjavík, og Hrund Gunnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Festu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK