Fjalla um áhrifaþætti í velgengni netverslana

Undanfarin ár hefur verið mikill vöxtur í netverslun á Íslandi.
Undanfarin ár hefur verið mikill vöxtur í netverslun á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Pósturinn hefur lagt mikinn metnað í að styðja íslenskar netverslanir með ýmsum hætti á síðustu misserum, en meðal þess sem fyrirtækið hefur gert er að stuðla að aukinni fræðslu um netverslun.

Í tilkynningu frá Póstinum segir að WooCommerce sé ein allra öflugasta lausnin sem í boði er fyrir netverslanir á heimsvísu og hafi náð töluverðri útbreiðslu á Íslandi á síðustu árum. Í tilefni af því býður Pósturinn til stafræns viðburðar sem ber nafnið Aukinn vöxtur og tækifæri í WooCommerce á morgun, miðvikudag, klukkan 10.

„Á viðburðinum munu sérfræðingar fjalla um áhrifaþætti í velgengni netverslana með það fyrir augum að færa rekstraraðilum í hendur verkfæri og hugmyndir til að ná meiri árangri og auka þjónustu við viðskiptavini sína.“

Nánari upplýsingar og skráningu er að finna á www.posturinn.is/vidburdur en viðburðurinn kostar ekkert og er opinn öllum þeim sem hafa áhuga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK