Eitt besta árið í sölu raftækja hjá Elko

Salan í Elko hefur verið umfram áætlanir.
Salan í Elko hefur verið umfram áætlanir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko, segir söluaukninguna í júlí og ágúst álíka mikla eða meiri og á fyrri hluta ársins. Fram kom í sex mánaða uppgjöri hjá samstæðunni að salan jókst um 12% á fyrri hluta árs.

Með því sé árið með þeim betri í sögu Elko á Íslandi, ef frá sé talin salan í Fríhöfninni. Þar hafi orðið tekjufall vegna kórónuveirufaraldursins. Sú verslun sé rekin með tapi og 25% mönnun til að geta boðið lágmarksþjónustu. Eftir hertar sóttvarnir á landamærunum megi ætla að ein til þrjár flugvélar á dag komi til Keflavíkur. Mikil óvissa sé um framhaldið.

„Salan hefur verið ótrúlega góð og umfram áætlanir. Það helgast væntanlega af því að fólk er að nota peninga sem ella hefðu farið í ferðalög. Þá hafa vaxtalækkanir aukið ráðstöfunartekjur,“ segir Gestur.

Hægt er að lesa meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK