Forðast þarf fjöldagjaldþrot

Blikur eru á lofti í hagkerfinu.
Blikur eru á lofti í hagkerfinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir fleira þurfa að koma til en vaxtalækkanir til fyrirtækja, ef forðast eigi fjöldagjaldþrot vegna kórónuveirukreppunnar. 

„Þar sem vandinn í efnahagskerfinu stafar fyrst og fremst af mikilli röskun á framleiðsluhliðinni er vissulega mikilvægt að stuðningur yfirvalda skili sér til fyrirtækja sem eiga erfitt með að standa undir þungri vaxtabyrði á meðan veruleg tekjuskerðing er að eiga sér stað. Maður veltir því fyrir sér hvort stuðningurinn þurfi e.t.v. að koma í öðru formi en vaxtalækkunum í ljósi aðstæðna.“

Bankakerfið í lykilhlutverki

„Mörg fyrirtæki hafa verið að kalla eftir auknum sveigjanleika í bankakerfinu til að endursemja um skilmála, vexti og afborganir og að þeim verði gert auðveldara fyrir að frysta lán til lengri tíma en nokkurra mánaða, í ljósi þeirrar miklu óvissu sem hefur skapast. Þetta er auðvitað eitthvað sem bankakerfið þarf að leika lykilhlutverk í að meta, en mætti skoða hvort gagnaðist mörgum fyrirtækjunum í raun betur en vaxtalækkun ef ætlunin er að forðast fjöldagjaldþrot með tilheyrandi afleiðingum,“ segir Anna Hrefna. 

Nánar er rætt við hana og Ingólf Bender, aðalhagfræðing Samtaka iðnaðarins, í Morgunblaðinu í dag. 

Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Anna Hrefna Ingimundardóttir. mbl.is/Árni Sæberg
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK