Stefna á alþjóðlegan markað

Pokarnir innihalda íslenskan bitafisk og umhverfisvænar kartöflur. Varan verður fáanleg …
Pokarnir innihalda íslenskan bitafisk og umhverfisvænar kartöflur. Varan verður fáanleg í verslunum hér á landi.

„Við vildum búa til neytendavöru úr séríslensku hráefni sem væri markaðshæf alþjóðlega,“ segir Rúnar Ómarsson, stofnandi matvælafyrirtækisins Bifröst Foods. Fyrirtækið hefur frá árinu 2017 unnið að vöruþróun, en hóf á dögunum framleiðslu á svokölluðu fish and chips-snakki úr íslenskum bitafiski og umhverfisvænum kartöflum.

Að sögn Rúnars var varan upphaflega fyrst og fremst hugsuð til útflutnings. „Fish and chips er máltíð sem allur heimurinn þekkir, þó í öðru formi auðvitað. Upphaflega var fyrirtækið og varan þróuð með alþjóðlega markaðssetningu í huga en eftir vel heppnaða prófun hjá íslenskum neytendum var ljóst að við yrðum að selja líka hér heima,“ segir Rúnar sem ráðgerir að varan verði komin í verslanir hér á landi innan fárra vikna.

Bifröst Foods á nú í viðræðum við dreifingaraðila víða um heim, þar á meðal í Suður-Ameríku og Asíu. 

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK