Atvinnuleysi vestanhafs nú 8,4%

Donald Trump stígur á svið í Pennsylvaníu. Þar ávarpaði hann …
Donald Trump stígur á svið í Pennsylvaníu. Þar ávarpaði hann stuðningsmenn. AFP

Alls fjölgaði störfum í Bandaríkjunum um 1,4 milljónir í ágústmánuði. Er það örlítið umfram væntingar, en spár höfðu gert ráð fyrir að störfum myndi fjölga um 1,2 milljónir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bandarísku ríkisstjórninni. 

Atvinnuleysi vestanhafs stendur nú í 8,4%, en í síðasta mánuði var það 10,2%. Svo virðist sem efnahagsbati þar í landi sé á réttri leið, en takmarkanir hafa verið rýmkaðar í flestum ríkja Bandaríkjanna. 

Framangreind fjölgun starfa er eilítið minni en í mánuðunum á undan. Í júlímánuði fjölgaði störfum um 1,7 milljónir, en í mánuðinum þar á undan hafði þeim fjölgað um 4,8 milljónir. Það hefur því hægt lítillega á fjölguninni. 



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK